<span class="light">varahlutir</span> í ferðavagna

Mikið úrval varahluta í ferðavagna

Vörulýsing

Vatnsdæla með stút á endum

Góð vatnsdæla sem er með stút á báðum endum. Þessi dæla fer uppá slöngu í báða enda. Mikið um þessar dælur í fellihýsum.

 

Vatnsdæla ofan í tank

Góð vatnsdæla sem fer ofan í vatnstank. Þessi dæla er mikið í hjólhýsum og húsbílum.

 

Vatnsdæla stór

Öflug og góð vatnsdæla sem hægt er að hafa bæði uppá slöngu og líka skrúfgangur. Þessar dælur eru mikið í nýrri fellihýsum og pallhýsum.

 

Vatnskari lítill

Lítill og nettur vatnskrani fyrir kalt vatn. Hægt að leggja kranahausinn niður. Mjög vinsæll krani passar í margar gerðið af ferðavögnum.

 

Vatnskrani með handpumpu

Vatnskrani með handpumpu. Þessi krani er mikið í fellihýsum og pallhýsum. Hægt að tengja vatnsdælu við þennan krana.

 

Vatnskarni stór

Vatnskarni með bæði köldu og heitu vatni, langur haus og kraninn er krómaður.

Þessi krani er mikið í hjólhýsum og húsbílum.

 

Vatnstankur 73 lítrar

Góður 73 lítra vatnstankur úr plasti með möguleika á stútum á nokkrum stöðum.

 

Glugga-haldari

Þessi gluggahaldari er mikið í húsbílum og hjólhýsum

 

Glugga-opnarar

Stillanlegir gluggaopnarar sem eru mikið í hjólhýsum og húsbílum

 

Afturljós á ferðavagna

Eigum til nokkrar gerðir að afturljósum.

 

Afturljós á vagna

Þetta afturljós er mikið á fellihýsum og pallhýsum. Hægt að fá bæði ljósabotninn og bara glerið.

 

Útiljós 12 volta

Útiljós 12 volta sem fer ekki mikið fyrir, er með on og off takka.

 

Hvítt-ljós með gliti

Hvítt-ljós með gliti sem eiga að vera framan á ferðavögnum samkvæmt lögum. Mikilvægt að þessi ljós séu í lagi.

 

Ljós, hliðar, framan og aftan

Ljós, hliðar, framan og aftan. Eigum til þessi ljós sem hvítt, rauð og gul. Hvítu ljósin eiga að vera að framan, rauð að aftan og gul, rauð á hliðum.

 

Ljós á hlið

Hliðarljós sem á að vera staðsett á hlið vagsins báðu megin að ofan.

 

Glit þryhirnigur

Glit þryhirningar eiga að vera aftan á ferðavögnum samkvæmt lögum.

 

Glit-augu

Glit-augu þurfa að vera á ferðavagninum á réttum stöðum.

 

Inniljós 12 volt

Hvítt 12 volta inniljós sem hentar vel hvar sem er í vagninum.

 

Halogenljós

Innfeld halogenljós, nett og flott ljós sem hægt er að nota í flesta ferðavagna.

 

Pera lítill

Litlar perur sem eru bæði í ljósum inni og úti. Mikið um þessar perur í ferðavögnum.

 

Perur millistærð

Þessar perur eru algengar í flestum ferðavögnum bæði sem inni og úti.

 

Halogenperur 12 volta

Halogenperur 12 volta eru mikið notaðar í húsbílum og hjólhýsum

 

12 volta tengi

Þetta 12 volta tengi er hann svokallaður og hægt að taka frontinn af og þá er komin önnur gerð að 12 volta tengi sem er minni.

 

12 volta tengi með tv/útvarps útgangi

12 volta tengi með sjónvarps/útvarps-útgangi. Fellur inní innréttingar og rammi yfir, mjög nett og snyrtilegt.

 

7 pinna ljósatengi

7 pinna ljósatengi úr plasti, mikiðvægt að þetta sé í lagi þannig öll ljós vagsins loga eins og þau eiga að gera.

 

13 pinna í 7 pinna.

Þetta stykki breytir 13 pinna tengi í 7 pinna svokallað venjulegt tengi.

 

3 fasa innstungur

3 fasa innstungur sem eru oftast að utan á vagninum til að tengja 220 volta straum inn.

 

3 pinna hann og hún tengi

Þetta er 220 volta tengi sem tengjast í landrafmagn fyrir ferðavagna.

 

Bremsuheili fyrir rafmagnsbremsur

Bremsuheili fyrir rafmagnsbremsur, ef bremsur vagnsins eru ekki nógu góðar gæti bremsuheilinn verið að stríða þér. Oft er nóg að skipta um hann.

 

Rafmagnsbremsur 7″/10″

Rafmagnsbremsur 7″ og 10″ eru mjög algengar í flestum fellihýsum og kerrum. Það er mjög mikið öryggisatriði að bremsur séu í lagi þegar haldið er af stað í fríið.

 

Handbremsuskaft

Handbremsuskaft sem er gott að koma fyrir og með öryggisvír á.

 

Legur

Eigum legur og slífar í flestar tegundir af hjólhýsum, fellihýsum og tjaldvögnum.

 

Pakkdósir

Eigum pakkdósir í flestar tegundir af hjólhýsum, fellihýsum og tjaldvögnum.

 

Legu-lok

Eigum til nokkrar stærðir af legulokum.

 

Demparar frá Alko

Demparar frá Alko í nokkrum stærðum, mikið um þessa dempara í hjólhýsum, hestakerrum og kerrum.

 

Nefhjól frá Alko gölvuð

Eigum til nokkrar gerðið og stærðir af nefhjólum frá Alko. Góð gæði og mjög hentug nefhjól.

 

Nefhjól með loft-dekki frá Alko

Eigum til nokkrar gerðið og stærðir af nefhjólum frá Alko. Góð gæði og mjög hentug nefhjól.

 

Stuðningsfætur galvaðar frá Alko

Mjög hentugar og vinsælar galvaðar stuðningsfætur sem passa á flesta ferðavagna og kerrur. Gott að koma þeim fyrir og gott verð. Stór og góð sveif notuð til að setja þær upp og niður.

 

Stuðningsfætur galvaðar frá Alko stórar

Mjög hentugar stuðningsfætur galvaðar frá ALKO. Þessar fætur eru mikið í hjólhýsum og sumum húsbílum. Sterkar, góðar og toppgæði.

 

Plattar undir fætur frá Alko

Plattar undir fætur er góð lausn til að sleppa við að notast við kubba eins og margir þekkja. Plattarnir eru settir á stuðningsfæturnar og eru þar fastir á. Mjög sniðugt og þæginleg þannig stuðningsfæturnar sökkva ekki ofan í grasið.

 

Sveifar fyrir skrúfaðar-stuðningsfætur

Sveifar fyrir skrúfaðar-stuðningsfætur, ekkert verra en að vera búin að tína sveifinni sinni

 

Sveifar

Mikið úrval af sveifum, bæði fyrir fætur og til að lyfta upp þaki ferðavagnsins.

 

Sveif í topplúgu

Sveif fyrir topplúgu, það er mikið um þessa sveif í topplúgum á fellihýsum.

 

Topplúgur

Eigum til nokkarar stærðir af topplúgu. Hægt að opna á marga vegu og með flugnaneti, gott verð !

 

Topplúgur miðstærð

Eigum til topplúgur í ferðvagna og húsbíla í nokkrum stærðum.

 

Þakfestingar hvítar

Þakfestingar eru til að loka þaki vagnsins. Miklu máli skiptir að þær séu allar í lagi þannig þakið fari nú ekki á loft í akstri. Þessar festingar eru á flest öllum fellihýsum og pallhýsum.

 

Gas-tengi fyrir grill ofl.

Mjög vinsælt gas-tengi fyrir fellihýsi og pallhýsi sem er bæði sniðugt og hentugt. Þú færð þér slöngu sem fer uppá minni stútinn (kallinn). Þá er hægt að nota gaskerfi vagnsins og sleppur með kútavesen. Stærri stúturinn (kelling) er oftast til staðar í flestum fellihýsum og pallhýsum.

 

Gasskynjarar

Það er mikið öryggisatriði að hafa góða gasskynjara og að þeir séu örugglega í lagi og virkir.

 

Geymaskór með smellu

Þessir geymaskó þarf ekki að nota lykill til að losa og herða, þeim er smellt af og á með einföldum hætti. Einnig er þeir einangraðir, snyrtilegir og öryggir.

 

Hitastillir / Thermostad USA

Hitastillir / Thermostad USA, þessi tegund af hitastilli er fyrir amerískar miðstöðvar sem er mikið í fellihýsum, pallhýsum ofl.

 

Hurðahaldari

Nettur og sterkur hurðahaldari úr plasti, til í brúnu og hvítu. Eigum líka til fleirri gerðir af hurðahöldurum.

Kúlutengi 1600 kg. frá Alko

Kúlutengi 1600 kg. frá Alko, með öryggishnapp þannig kúlutengið fari rétt uppá kúlu bílsins.

 

Kúlutengi 3000 kg frá Alko

Kúlutengi 3000 kg frá Alko með handfangi og öryggishnappi. Þessi tegund er á mörgum hjólhýsum og kerrum.

 

Lamir úr plasti

Sniðugar lamir úr plasti sem hægt er að nota í ýmislegt í ferðavagninn þinn.

 

Lok fyrir snúrur

Lok fyrir rafmagnssnúru / gastengi ofl. Lokið er úr plasti með loki sem hægt er að opna vel, einnig lítið lok sem hægt er að setja aðeins snúru út um.

 

Lok með lykli

Lok með lykli, hentar vel fyrir ferðavagna ofl.

 

Miðstöðva-heili USA

Þessi miðstöðvaheili er fyrir amerískar miðstöðvar sem er mikið í fellihýsum og pallhýsum ofl. Ef miðstöðin vill ekki í gang eða lætur ílla, er mjög líklegt að skipta þarf um heilann. Láttu okkur finna út úr þessu fyrir þig.

 

Rafgeymabox

Eigum til rafgeymabox í nokkrum stærðum með loki og strappa.

 

Ristar

Eigum til ristar fyrir ísskápa og annað. Einnig hlifar yfir ristarnar þannig blási ekki inn um þær.

 

Skápa og skúffufestingar

Skápa og skúffufestingar úr plasti sem gott er að eiga. Þannig að skúffur og skápar opnist ekki á ferð !.

 

Spil til að trekkja þak upp.

Þetta er spil til að lyfta upp þaki á fellihýsi og pallhýsi. Mjög mikilvægt er að þetta sé í lagi á vagninum þannig að fólk lendi ekki í vandræðum þegar í útileguna er komið og þakið vill ekki upp. Það er líka mikið öryggisatriði, því ef spilið er orðið lélegt getur þakið dottið niður og valdið slysi.

 

Vatnskrani

Eigum til nokkrar gerðir af vatnskrönum.

 

Vökvi fyrir Alde kerfi

Sérblandaður vöki til að setja beint inná Alde-kerfi ferðavagnsins. Þessi vökvi er orginal og mælum við aðeins með honum. Þessi vökvi er notaður allt árið.