Skilvirkar bílaviðgerðir

Gæði og góð þjónusta

Bílaviðgerðir

Bílaraf sérhæfir sig í bílaviðgerðum á flestum tegundum fólksbíla, jeppum, pallbílum og sendibílum. Við ráðum við allar tegundir viðgerða sama hversu umfangsmikið verkið er. Meðal þess sem við sjáum um er allt frá einföldum viðgerðum eins og að skipta um ljós, olíu- og síuskipti yfir í hemlaviðgerðir, tímareimaskipti, kúplingsskipti og margt fleira.

bilaverkstæði í hafnarfirði

Áratuga reynsla…

Við erum með bifvélavirkja með mikla reynslu sem vinna af fagmennsku og vinna hratt og vel. Við höfum einnig verkstæði sem er mjög vel búið til þess að taka á móti hvaða viðgerðum sem um ræðir. Verkstæðið okkar varð 50 ára árið 2014 en á þeim tíma höfum við byggt upp þekkingu á bílaviðgerðum sem fá verkstæði á höfuðborgaðsvæðinu geta samsvarað. Starfsfólk okkar er því vel búið til þess að takast á við viðgerðir og við erum alltaf að bæta við okkur þekkingu og reynslu sem gerir verkstæðið okkar ennþá betra en áður. Mikilvægi þess endurspeglast einnig í hæfni til þess að takast á við viðgerðir á nýjum bílum sem eru búnir flóknum tæknibúnaði þar sem varfærni og þekking er mikilvæg við viðgerðir.

Þá erum við með áratuga reynslu og þekkingu í því meðhöndlun og viðgerðum á alternatorum í bæði bíla og báta.

Varahlutir í miklu úrvali

Það er mikilvægt að hafa skjótt aðgengi að bílavarahlutum svo að viðgerð gangi sem hraðast fyrir sig en einnig til þess að halda kostnaði í lágmarki. Við höfum sterkt tengslanet við birgja á höfuðborgarsvæðinu þegar vantar varahluti getum við útvegað þá hratt og örugglega og lítið mál að sérpanta þegar svo ber undir. Þá er mikið úrval af störturum, alternatorum og rafgeymum í verslun Bílaraf sem gerir okkur kleift að halda verði niðri og tryggja fljóta og góða þjónustu á þeim hlutum.

Þegar þú notar varahluti frá okkur getur þú verið viss um að þú sért að fá gæði á góðu verði en við leggjum ríka áherslu á að allir viðskiptavinir séu sáttir og gæði varahluta er þar ekki undanskildir.

Komdu til okkar með bílin í viðgerð og við munum fljótt og örugglega gera þér tilboð í verkið. Við hefjum enga vinnu án þess að láta viðskiptavini vita og því ert þú alltaf tryggður og ákvörðunin liggur hjá þér áður en haldið verðum áfram með verkið.

Allir velkomnir

Tímapantanir í S:564 0400
Bílar – Fellihýsi – Hjólhýsi – Húsbílar – Ferðavagnar
  • Alhliða viðgerðir á öllum tegundum af ferðavögnum, hjólhýsum, fellihýsum, aftanívögnum, húsbílum og kerrum.
  • Hröð og góð þjónusta
  • Áratuga reynsla og þekking
  • Allir Velkomnir